Hjákarlinn er farinn - hann fór í 80's hljómsveit

Hjákarlinn í tjörninni er horfinn. En ekki gráta grautarhausarnir ykkar. Hjákarlinn lifir í hjörtum okkar og étur þau að innan, hágæða hákarl. Það er ekki eins og hann hafi sökkið eða verið stolið eða eitthvað svona glatað. Nei! Hann lullaði sér til NY. Hér má sjá hjákarlinn í ánni sem rennur í gegnum New York:

Mynd_2007-08-13_16-35-41
mynd: Helgi Jóhann Hauksson

OG AF HVERJU HAFA ENGIR BLAÐAMENN FJALLAÐ UM ÞENNAN HÁKARL? Mér er spurn? (ha? af hverju er spurningarmerki á eftir "mér er spurn?"?) Jú af því að hann var ekki með neitt í vösunum. Fair enough. Og hvað ættu blaðamenn svo sem að skrifa um þennan hákarl? Ekkert! Já, það er rétt. Það er frábært framtak hjá fjölmiðlum að sýna þessum ljóta hákarli enga athygli.

Hákarlar hafa heila sem hefur ekki þróast síðan á tímum risaeðlanna, þeir eru algjörir aular, femínistar, vinstri róttæklingar; einfaldir og útópískir.

Mynd_2007-08-13_16-30-41 Hvað ætli þessir mávar séu með í vösunum?

Miðbæjarrottan (24 ára) og Litli Frændi (8 ára)

Litli Frændi: Veistu ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan 12 í gærkvöldi!
Miðbæjarrrottan: So? Það er ekki neitt, ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan níu í morgun. Þegar maður er sko fullorðinn má maður vaka eins lengi og maður vill. Og veistu, í kvöldmatinn hjá mér í gær bara Homeblest og kók. Hvað fékkst þú?
Litli Frændi: Mamma var með kjötbollur...
Miðbæjarrottan: Hé! kjötbollur. Oj! Þú ert svo mikið NÖRD!

Jæja, best að fara eftir viku til Kaliforníu að búa með bassaleikaranum í þessari hljómsveit. Við verðum töff, með alveg eins hár.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Óska mjög góðrar ferðar og útúrreyktrar sambúðar.

Anna Pála Sverrisdóttir, 18.8.2007 kl. 21:19

3 identicon

http://en.wikipedia.org/wiki/Uriah_Duffy

I did my homework (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband